Anna Kristjánsdóttir þarf að koma eignum Guðna Más Henningssonar heitins til Íslands og biðlar til Íslendinga um hjálp.
Tenerife-búinn Anna Kristjánsdóttir skrifaði færslu á Facebook í morgun þar sem hún biðlar til þeirra sem eru á Tenerife í fríi, um að taka eina eða tvær töskur sem fullar eru af persónulegum eignum Guðna Más Henningssonar, útvarpsmanns en hann lést á spænsku eyjunni árið 2021.
Í morgun fóru tvær töskur með eignum Guðna Más áleiðis til Íslands en Anna segir enn 12 töskur eftir á Tenerife og biðlar hún því til lesenda sinna að láta sig vita ef einhver getur tekið með sér eins og eina eða tvær töskur á leið frá Tenerife til Íslands. Tekur hún fram að dóttir Guðna Más muni greiða fyrir þann kostnað sem hlýst af greiðanum.
Færsluna má lesa hér í heild sinni:
„Um Guðna Má Henningsson heitinn og eigur hans.
Endilega látið mig vita sem getið orðið við beiðni minni. Við yrðum ykkur þakklát fyrir greiðasemina og svo er í lagi að láta vita að kostnaður sem kann að hljótast af þessum töskuflutningi verður greiddur af dóttur hans.“