Þriðjudagur 7. janúar, 2025
-7.2 C
Reykjavik

Vilja leyfa Ísteka að taka 600 tonn af merablóð næstu tvo áratugi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

>Umhverfisstofnun vill framlengja leyfi líftæknisfyrirtækisins Ísteka, sem sérhæfir sig í framleiðslu frjósemislyfs úr blóði fylfullra hryssa. Stofninn vill leyfa fyrirtækinu að taka 600 tonn, því sem nemur 600.000 lítrum af blóði, úr blóðmerunum og veita Ísteka framlengdan samning til ársins 2038.

Ísteka hagnaðist um rétt tæpar 600 milljónir króna á síðasta ári vegna blóðtöku úr fylfullum hryssum til framleiðslu á frjósemislyfjum sem selt er til stórra lyfjafyrirtækja um allan heim. Þennan rúma hálfa milljarð græddi fyrirtækið í skugga skelfilegrar meðferðar á hryssunum, líkt og Mannlíf greindi fyrst frá.

já einnig: Rúmlega milljarðs hagnaður í skugga dýraníðs – „Go back to your country“<

Í ársreikningi fyrirtækisins, sem Mannlíf hefur undir höndum, má sjá að fyrirtækið hagnaðist í fyrra um tæpar 600 milljónir, eða 591.889.767 krónur fyrir þá sem hafa gaman af tölum. Árið þar á undan var hagnaðurinn svipaður, eða rétt rúmur hálfur milljarður, og því hefur Ísteka grætt rúman milljarð á tveimur árum vegna blóðmeranna þar sem sýnt hefur verið fram á augljóst dýraníð.

Árlega er tekið blóð úr ríflega 5.000 hryssum hér á landi, aftur fyrir þá sem hafa gaman af tölum þá voru hryssurnar 5.036 talsins í fyrra, og er það gert á tveggja mánaða tímabili, síðsumars og að hausti. Vikulega er tekið blóð úr fylfullum hryssunum, allt að 5 lítrar í senn en að hámarki átta sinnum úr hverri meri. Það þýða hátt í 40 lítrar af blóði úr hverri hryssu, eða sem nemur 15-20 prósentum af öllu blóðmagni hestsins.

Fyrir þessa 5 lítra sem fást í hvert skipti fær bóndinn 10.000 krónur, eða allt að 80.000 krónur frá hverri blóðmeri á ári. Frá öllum blóðmerum landsins eru íslenskir bændur því að hagnast um rúmar 400 milljónir á ári, eða 402.880.000 krónur nánar tiltekið.

- Auglýsing -

Ísteka vinnur efni úr blóði meranna, meðal annars til að auka frjósemi svína. Blóðtakan úr fylfullum íslenskum hryssum hefur verið stunduð hér í rúma fjóra áratugi og er tilgangurinn að safna hormóninu eCG sem notað er til framleiðslu frjósemislyfja svína til manneldis. Líkt og Mannlíf hefur greint frá eru hér á landi starfandi aðeins 5 dýraeftirlitsmenn, til að fylgjast með blóðmeraiðnaði bænda sem og meðferð allra annarra dýra hér á landi.

Matvælastofnun, MAST, rannsakar nú innihald myndbands sem sýnir hryllilega meðferð á blóðmerum hér á landi. Í heimildamyndinni má sjá dæmi um að hrossin séu barin og slegin, tjóðruð niður og geymd í þröngum blóðtökubásum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -