Föstudagur 3. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Vilja skoða að láta starfsfólk í einangrun vinna á spítalanum: „Verðum að sinna verkefninu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Nokkuð er um að starfsfólk á Landspítala þurfi að mæta til vinnu á meðan það er í sóttkví. Nú stendur hugsanlega til að skoða hvort taka eigi upp það fyrirkomulag að heilbrigðisstarfsfólk starfi á spítalanum í einangrun.

Þetta segir Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdóma á Landspítalanum, í samtali við RÚV. Hann segir stöðuna á spítalanum þunga. Margir hafa sagt upp störfum þar vegna langvarandi álags. Hugmyndin um að fá starfsfólk í einangrun til starfa er að fordæmi Kanada, Bandaríkjanna og Svíþjóðar. Már segir faraldurinn hafa fælt fólk úr vinnu þrátt fyrir aukagreiðslur.

Már segir horfur næstu vikurnar vera á þá leið að búast megi við fleiri tilfellum, sem geti komið illa út fyrir spítalann sem nú þegar sé í vanda vegna þess fjölda sem er að smitast, ekki síst starfsfólks spítalans.

„Það hefur áhrif á okkar starfsemi með margvíslegum hætti. Í fyrsta lagi er það að starfsfólk spítalans er eins og hverjir aðrir í þjóðfélaginu þannig að það veikist og það á börn og fjölskyldur sem veikjast. Við erum að lenda í vandræðum út af því. Þeir sem hafa getað unnið heima, eins og skrifstofufólk, þeir veikjast síður. Þannig að þetta heggur meira í okkar klíníska starfsfólk sem er í rauninni snertiflöturinn við sjúklingana. Þannig að það setur okkur skorður,“ segir Már í samtali við RÚV.

Fólk sem kallað hefur verið til starfa úr sóttkví ber svokallaðar fínagnagrímur. Már segir að það verði að skoða það á hverjum tíma hvort til greina komi að smitað, einkennalaust starfsfólk í einangrun verði kallað til starfa. Hann segist þekkja það frá Bandaríkjunum og Svíþjóð. Nú er verið að bregða á það ráð í Kanada.

„Auðvitað verðum við að sinna verkefninu. Það segir sig sjálft. Þá þurfum við að gera það sem er skynsamlegast á þeim tíma sem verkefnin hrannast upp,“ segir Már. Hann á von á að smit verði um 700 á dag hér á landi fram í mars.

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -