Ólafur Haukur Símonarson vill fá Andra Snæ Magnason í stól umhverfisráðherra í næstu ríkisstjórn.
Leikskáldið og rithöfundurinn Ólafur Haukur Símonarson er afar annt um náttúru Íslands eins og margir aðrir og líkt og aðrir þegnar landsins er hann farinn að velta fyrir sér næstu ríkisstjórn en kosið verður að ári, nema óskir Vinstri grænna ná fram að ganga og kosið verður næsta vor. Ólafur Haukur spáir því að Samfylkingin myndi næstu ríkisstjórn með Framsókn og Viðreisn og vill fá rithöfundinn og umhverfisverndarsinnann Andra Snæ Magnason sem næsta umhverfisráðherra.
Og leikskáldið sparar ekki hólin í Facebook-færslu sem hann birti á dögunum:
„Gáfaður vel upplýstur rökfastur skemmtilegur. Má ég biðja um þennan mann í embætti umhverfisráðherra í ríkisstjórn Samfylkingar Framsóknar og Viðreisnar sem er á næsta leiti.“