Emil K. Thorarensen segir Ólaf Ragnar Grímsson og æðstu ráðamenn þjóðarinnar taka afar vel í hugmynd sína að fyrrverandi forsetinn, Ólafur Ragnar verði gerður sáttasemjari í stríði Rússa og Úkraínumanna.
Björn Birgisson samfélagsrýnir frá Grindavík skrifaði færslu í gær þar sem hann bendir á hugmynd Emils K. Thorarensen um að gera Ólaf Ragnar Grímsson, fyrrum forseta Íslands, að sáttasemjara í stríðinu í Úkraínu. Í hugmynd Emils sem hann birti á Facebook, segir að Ólafur Ragnar þekki marga þjóðarleiðtoga og njóti virðingar þeirra. Björn segir „framtak Emils ekkert minna en frábært.“ Færslan er hér fyrir neðan sem og hugmynd Emils.
„Hann Emil Thorarensen á Eskifirði er hér að hugsa vel út fyrir hefðbundið boxið.