Ágúst Ólafur Ágústsson, fyrrum þingmaður Samfylkingarinnar vill að tannréttingar verði gerðar ókeypis fyrir börn og biður um þrýsting svo það geti orðið að veruleika.
Þingmaðurinn fyrrverandi skrifaði færslu á Facebook fyrir stundu þar sem hann minnist þess að í dag eru 10 ár liðin frá því að þáverandi velferðaráðherra og þáverandi formaður Tannlæknafélags Íslands skrifuðu undir samninga um ókeypis tannlækningar barna. Bætti hann því við að tannréttingar ættu einnig að vera ókeypis fyrir börn en Samfylkingin hefur um nokkurn tíma talað fyrir slíku á þingi. Færsluna má lesa hér að neðan.
„Í dag eru 10 ár síðan Guðbjartur Hannesson, þáverandi velferðarráðherra og Kristín Heimisdóttir, þáverandi formaður Tannlæknafélag Íslands undirrituðu samninga um ókeypis tannlækningar barna. Það var mikið gæfuspor sem skipti fólk raunverulegu máli en ekki eru öll þingmál þannig. Núna er 5 ára fjármálaáætlun stjórnvalda ennþá ókláruð á Alþingi.
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar svaraði Ágústi: „Við höldum áfram að leggja málið fram Ágúst – en þurfum greinilega að komast í stjórn til að þetta verði að veruleika. Amk virðist lítill áhugi hjá stjórnarliðum.“