Gunnar Smári Egilsson vill að Ísland hætti í Nató.
Sósíalistaforinginn Gunnar Smári Egilsson segir á Facebook í dag að til viðbótar við styrkingu „últra-hægrisins“ í Evrópu, sé álfan einnig að vígbúast. Segir hann flest lönd Atlashafsbandalagsins keppist „nú við að færa fé úr velferð og grunninnviðum yfir í hernað.“ Þá segist Gunnar Smári vilja að Ísland taki sér lönd eins og Írland og Sviss sér til fyrirmyndar og haldi sér utan bandalagsins. Við færsluna hlekkjaði hann grein Samstöðunnar um gríðarlegan hernaðarkostnað í Evrópu.
Færsluna má lesa hér:
„Fyrir utan hvað últra-hægrið er að styrkjast í Evrópu og verða æ áhrifaríkara um stefnu álfunnar í flestum málum, þá er Evrópa að vígbúast, stefnir í að verða grá fyrir járnum. Flest Nató-löndin keppast nú við að færa fé úr velferð og grunninnviðum yfir í hernað. Ég á æ erfiðara með að tengja þegar fólk talar um „okkar gildi“ og vísar til stefnu Evrópuríkjanna.