Í Fíladelfíu var þekktri styttu Einars Jónssonar af Þorfinni karlsefni steypt af stóli og hún afhöfðuð.“ Þannig hefst Facebook-færsla Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar en þar á hann við svar menningarmálaráðuneytisins að aðhafast ekkert varðandi styttu Einars Jónssonar af Þorfinni karlsefni sem var afhöfðuð í Fíladelfíu nýlega en þar hefur hún staðið í yfir 100 ár. Styttan ku dúsa í geymslu þar ytra en Sigmundur Davíð vill að hún verði löguð og sett upp aftur. Hann hélt áfram færslu sinni:
En látum það liggja á milli hluta.“
Segir forsætisráðherrann fyrrverandi að þarna sé verið að vega að menningartengslum Íslands og Bandaríkjanna.
Hvers eiga Þorfinnur, Einar og við Íslendingar að gjalda?“
Rifjar Sigmundur Davíð upp það þegar Einar var beðinn um að gera styttuna og að Þorfinnur karlsefni hefði birst á frímerkjum og í sögubókum en nú liggi hann höfuðlaus í geymslu:
Ásmundur Sveinsson gerði minnisvarða um þau Guðríði og Snorra. Nýverið unnu tvær konur skemmdarverk á minnisvarðanum og rændu þeim mæðginum. Það mun hafa verið gert vegna þess að nýbúar hefðu ekki átt rétt á sér í Ameríku.“
Segir hann ennfremur að hugsanlega telji ráðuneytið meti skemmdarverk á minnisvörðum meira en varðveisla þeirra.
Vill ráðuneytið e.t.v. að við fjarlægjum styttuna af Leifi Eiríkssyni á Skólavörðuholti og geymum hana við hliðina á séra Friðriki?“
Að lokum segir Sigmundur Davíð að betra hefði verið fyrir ráðuneytið að svara Bandaríkjamönnum í bundnu máli:
Sú var tíðin að Íslendingar hefðu brugðist þannig við.“
Og viti menn, séra Hjálmar Jónsson snaraði saman vísu um leið og birti í athugasemdum enda hagmæltur mjög. Hér má lesa vísuna: