Laugardagur 21. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

Vill láta laga sögufræga styttu: „Hvers eiga Þorfinnur, Einar og við Íslendingar að gjalda?“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
„Mikið var þetta aumt svar frá menningarmálaráðuneytinu.
Ég taldi að meginhlutverk slíks ráðuneytis hlyti að vera að vernda íslenskan menningararf og efla tengsl við aðra menningarheima.

Í Fíladelfíu var þekktri styttu Einars Jónssonar af Þorfinni karlsefni steypt af stóli og hún afhöfðuð.“ Þannig hefst Facebook-færsla Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar en þar á hann við svar menningarmálaráðuneytisins að aðhafast ekkert varðandi styttu Einars Jónssonar af Þorfinni karlsefni sem var afhöfðuð í Fíladelfíu nýlega en þar hefur hún staðið í yfir 100 ár. Styttan ku dúsa í geymslu þar ytra en Sigmundur Davíð vill að hún verði löguð og sett upp aftur. Hann hélt áfram færslu sinni:

„Skýringin sem fylgdi var sú að vafasamur félagsskapur nefndur „Keyestone State Skinheads” hefði fundað í grennd við styttuna.
Nafn þessara samtaka er svo fáránlegt að aðeins fábjánum eða einhverjum sem eru að þykjast vera fábjánar gæti dottið það í hug.
Þetta er eins og ef öfgamenn í Flórída hefðu kosið að kalla sig The Sunshine State Idiots.

En látum það liggja á milli hluta.“

Segir forsætisráðherrann fyrrverandi að þarna sé verið að vega að menningartengslum Íslands og Bandaríkjanna.

„Þarna er greinilega verið að reyna að búa til það sem útlendingar kalla „guilt by association” (sekt vegna nálægðar) og vega um leið að menningartengslum Íslands og Bandaríkjanna. Þótt ráðuneytið kalli þetta innanríkismál þeirra Kana.

Hvers eiga Þorfinnur, Einar og við Íslendingar að gjalda?“

Rifjar Sigmundur Davíð upp það þegar Einar var beðinn um að gera styttuna og að Þorfinnur karlsefni hefði birst á frímerkjum og í sögubókum en nú liggi hann höfuðlaus í geymslu:

„Nú liggur hann höfuðlaus í geymslu, líklega innan um umferðarkeilur og hálfkláraðar málningardollur.
Þúsund árum áður átti Þorfinnur konu, kvenskörung, Guðríði Þorbjarnardóttur að nafni og saman eignuðust þau soninn Snorra, fyrsta nýbúann sem fæddist í Ameríku.

Ásmundur Sveinsson gerði minnisvarða um þau Guðríði og Snorra. Nýverið unnu tvær konur skemmdarverk á minnisvarðanum og rændu þeim mæðginum. Það mun hafa verið gert vegna þess að nýbúar hefðu ekki átt rétt á sér í Ameríku.“

- Auglýsing -

Segir hann ennfremur að hugsanlega telji ráðuneytið meti skemmdarverk á minnisvörðum meira en varðveisla þeirra.

„E.t.v. telur menningarmálaráðuneytið skemmdarverk á minnisvörðum um sögu Íslands mikilsverðari en varðveislu þeirra.

Vill ráðuneytið e.t.v. að við fjarlægjum styttuna af Leifi Eiríkssyni á Skólavörðuholti og geymum hana við hliðina á séra Friðriki?“

Að lokum segir Sigmundur Davíð að betra hefði verið fyrir ráðuneytið að svara Bandaríkjamönnum í bundnu máli:

- Auglýsing -
„Hún var reyndar gjöf frá Bandaríkjamönnum í tilefni af 1000 ára afmæli Alþingis en menningarráðuneytið getur eflaust útskýrt að þetta sé bara innanríkismál.
Betra hefði verið að ráðuneytið sendi Bandaríkjamönnum svar í bundnu máli á íslensku og ensku, „Höfuðlausn Þorfinns karlsefnis Þórðarsonar”.

Sú var tíðin að Íslendingar hefðu brugðist þannig við.“

Og viti menn, séra Hjálmar Jónsson snaraði saman vísu um leið og birti í athugasemdum enda hagmæltur mjög. Hér má lesa vísuna:

Sjálfur bar hann sverð og skjöld,
sýndi kjark og festu,
en nú eru íslensk yfirvöld
afskiptalaus að mestu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -