Kristinn Hrafnsson vill minna þjóðarleiðtoga Evrópuráðsins á fangelsun blaðamanna í Evrópuríkjum. Bendir hann sérstaklega á að í Bretlandi sitji einn blaðamaður sem pólitískur fangi.
Í færslu ritstjóra Wikileaks segir hann hafa heimsótt Julian Assange í fangelsið Belmarsh í Bretlandi þar sem hann hefur mátt dúsa í fjögur ár fyrir að birta gögn um stríðsglæpi Bandaríkjajhers í stríðinu í Írak.
Færsla Kristinn er svohljóðandi:
„Þegar þjóðarleiðtogar Evrópuráðsins koma saman á fjölskyldufund til að styrkja „sameiginleg gildi“ ættu þeir að vera minntir á fangelsun blaðamanna í Evrópuríkjum.