Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu skráði 64 mál í nótt.
Mikill erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt og þurfti ýmsum verkum að sinna. Um klukkan fjögur í nótt barst tilkynning um meðvitundarlausan mann á götunni í miðborg Reykjavíkur. Þegar lögreglan mætti á svæðið mat hún stöðuna svo að um ölvun væri að ræða og gistir einstaklingurinn fangageymslu þar til ástand viðkomandi skánar.
Að venju þurfti lögreglan að hafa afskipti af ökumönnum sem voru undir áhrifum fíkniefna og/eða áfengis. Einn af þeim var meir að segja fastur í snjóskafli í úthverfi borgarinnar en ekki liggur fyrir hvað úthverfi það er. Var maðurinn bæði undir áhrifum fíkniefna og áfengis og var bílinn ótryggður.