Miðvikudagur 15. janúar, 2025
6.1 C
Reykjavik

Ríkisstofnun svarar ekki efnislega spurningum Mannlífs: „Vinnueftirlitið starfar samkvæmt lögum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Vinnueftirlitið svarar ekki efnislega fyrirspurnum Mannlífs um skýrslu eftirlitsins vegna rannsóknar á alvarlegu slysi í Grenivík í fyrra. Sérfræðingar rifu hana í sig og sögðu hana illa unna.

Á dögunum birti Mannlíf frétt um skýrslu sem gerð var vegna alvarlegs slyss í Grenivík í fyrra. Miðillinn fékk nokkra sérfræðinga til að rýna í skýrsluna en þeir komust að þeirri niðurstöðu að hún væri hroðvirknislega gerð og á henni væru fjöldi galla.

Sjá einnig: Segja skýrslu Vinnueftirlitsins á alvarlegu slysi illa unna:„Hroðvirknislega gert og ófullnægjandi“

Mannlíf sendi tölvupóst á Vinnueftirlitið og bað um viðbrögð við áfellisdómi sérfræðinganna á skýrslunni. Þá spurði Mannlíf einnig hvers vegna ekki sé lengur notast við gátlista sem notaður var í áratugi til að tryggja gæði rannsókna.

Svarið sem Mannlífi barst er ekki upp á marga fiska:

„Vinnueftirlitið starfar samkvæmt lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Þeir aðilar í málum sem stofnunin hefur til efnislegrar meðferðar og eru ósáttir við málsmeðferð stofnunarinnar geta leitað til félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins sem fer með almennar stjórnunar- og eftirlitsheimildir með störfum hennar.“

- Auglýsing -

Til gamans má geta þess að fyrir stuttu viðurkenndi upplýsingafulltrúi Vinnueftirlitsins í svari til Mannlífs, að stofnunin færi ekki að lögum um að læknir sé starfandi hjá þeim en þannig hefur það verið síðustu fjögur árin.

Sjá einnig: Vinnueftirlitið viðurkennir lögbrot

Mannlíf hefur leitað viðbragða frá félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins og mun birta svörin um leið og þau birtast, gerist það á annað borð.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -