Föstudagur 3. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Vinnumaður banar barnshafandi vinnukonu – Kæfð með vettlingi og fleygt í Svartá

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í september 1891 var fertug vinnukona í Svartárkoti, í Suður-Þingeyjarsýslu, myrt af, Jóni Sigurðssyni, kaldrifjuðum vinnumanni frá Mýri í Bárðardal, sem er þar í sömu sveit. Til að gera málið enn hörmulegra var vinnukonan, Guðfinna Jónsdóttir, ekki kona einsömul, því hún var gengin um fimm mánuði með afrakstur náinna kynna þeirra.

Laugardaginn 12. september, 1891, kom Jón í Svartárkot og úr varð að hann gisti þar um nóttina. Morguninn eftir, er hann tygjaði sig til brottfarar, kom hann einslega að máli við Guðfinnu og hélt síðan sína leið.

Í kjölfarið fór Guðfinna inn í baðstofu og skein af henni gleðin. Hafði hún á orði að Jón hefði verið óvenju hlýlegur í hennar garð, en ekki segir meira af því.

Guðfinna bregður sér af bæ

Síðar bar Guðfinna sig upp við húsmóður sína og bað um leyfi til að bregða sér frá. Ekki leist húsmóður Guðfinnu vel á það því hvort tveggja var að veður var hvasst og hún átti illa við að missa hana. Því taldi húsfreyja úr för Guðfinnu frekar en hitt. Að lokum lét hún þó tilleiðast og veitti henni fararleyfi.

Guðfinna beið ekki boðanna, hafði þegar fataskipti, batt klút um höfuð sér og hvarf á braut …

- Auglýsing -

Lesa meira hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -