Hið meinta gervistéttarfélag Virðing leyfir vinnuveitendum taka hljóðupptökur upp á vinnustöðum samkvæmt ráðningarsamningi sem Heimildin hefur undir höndum en sá samningur byggir á kjarasamningi á milli Virðingar og SVEIT, samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði. Efling hefur sakað SVEIT um að standa fyrir stofnun stéttarfélagsins. Samkvæmt Persónuvernd hafa ekki komið upp mál sem varða hljóðupptöku á starfsmönnum á Íslandi en margir veitingastaðir hafa myndavélar innan starfsstaða sinna og geta verið ýmsar ástæður fyrir því. Rétt er þó að taka fram að sæti starfsfólk rafrænu eftirliti þarf að kynna það vel fyrir starfsfólki. Í samningnum er einnig að finna ákvæði um að starfsfólk sem tilkynnir veikindi þurfi að skila veikindavottorði, sama hvað, ætli það að fá greidda veikindadag en slíkar kröfur hafa minnkað á vinnumarkaðinn til muna undanfarin áratug. Læknar sem Mannlíf ræddi við telja óskynsamlegt að leggja slíka kröfu á starfsfólk þar sem það setji óþarfa aukaálag á lækna. Af þeim 108 fyrirtækjum sem fengu bréfið sent hafa 22 fyrirtæki nú þegar lýst því að þau hafi gengið úr SVEIT eða hafi óskað eftir úrsögn samkvæmt tilkynningu Eflingar um málið.. Það er fimmtungur þeirra fyrirækja sem Efling sendi bréfið á. Þá hafa alls 33 fyrirtæki lýst því að þau muni fylgja kjarasamningi Eflingar, eða tæpur þriðjungur. Einnig hafa félaginu borist staðfestingar á hinu sama frá fyrirtækjum sem ekki fengu umrætt bréf.