Föstudagur 3. janúar, 2025
-0.2 C
Reykjavik

Vítalía ekki búin að kæra Loga sem kom á vinnustað hennar: „Fór bara að hágráta og hljóp á bak við“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ekki liggur enn fyrir hvort Vítalía Lazareva kæri Loga Bergmann Eiðsson fyrir að hafa brotið gegn henni á hótelberbergi í Borgarfirði þar sem Arnar Grant, ástmaður hennar, og Logi voru ásamt félögum sínum í golfferð.

Vítalía kærði Þórð Má Jóhannesson, Ara Edwald og Hreggvið Jónsson fyrir að brjóta gegn sér í heitum potti við sumarbústað. Hún segir að enn liggi ekki fyrir hvað verði með mál hennar gegn Loga Bergmanni Eiðssyni, sem hún hefur sagt að hafi misboðið henni á hótelherbergi.

Logi Bergmann mætti í desember á vinnustað Vítalíu Lazarevu og spurði hana hvort allt væri í lagi þeirra á milli. Hún upplifði að hann hefði króað sig af. Þetta var áður en viðtalið við hana í þættinum Eigin konur kom út. Þessu greinir Vítalía frá í samtali við Mannlíf í dag.

Vítalía segir að Logi hafi tvisvar sinnum komið inn á vinnustaðinn þar sem hún starfaði við afgreiðslu. „Í seinna skiptið sá ég hann og hann sá mig. Hann sendi stelpuna sína út í bíl og passaði að enginn væri á staðnum. Það var enginn annar að versla þarna. Svo spurði hann mig: „Erum við góð?“ Það er það eina sem hann sagði við mig. „Er allt í góðu hjá okkur?“ Hann sagði ekkert meira en það. Ég horfði á hann og sagði: „Nei.“ Þegar ég sagði nei, þá bara brotnaði ég niður. Fór bara að hágráta og hljóp á bakvið,“ segir Vítalía.

Vítalía segir að vitni hafi verið að atburðinum. Logi hafi verið um kyrrt í um tvær mínútur eftir að hún hafi farið en svo yfirgefið verslunina.

Hún segir að sér hafi þótt þetta mjög óþægilegt. Seinna í desember hafi þau Logi átt samskipti á Facebook þar sem hann sagðist vilja biðjast afsökunar og fara yfir málin. Hún hafi þá sagt honum að hún kynni ekki að meta það að hann kæmi inn á vinnustað hennar að fara yfir persónuleg málefni.

- Auglýsing -

Logi kaus að tjá sig ekki opinberlega um málið þegar blaðamaður hafði samband við hann.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -