Afmælisbarn dagsins er Vítalía Lazareva matvælafræðinemi. Er hún kvart-aldar gömul í dag eða 25 ára.
Vítalía hefur vakið athygli fylgjenda hennar á Instagram fyrir galdra í eldhúsinu en á miðlinum má sjá fjölmargt afar girnilegt kruðerí sem hún hefur bakað í gegnum tíðina. Hún birti nokkrar ljósmyndir í dag af tilefni dagsins, eina af sér, tvær af mat, eina af hvítum rósum, eina af gríðarlega girnilegum bollakökum og svo loks blöðrur sem mynduðu töluna 25.

Ekki náðist í hana við gerð fréttinnar en Mannlíf óskar þessari efnilegu konu innilega til hamingju með afmælið!