Miðvikudagur 15. janúar, 2025
6.6 C
Reykjavik

Vítalía: „Leituðu upplýsinga um hennar einkalíf og gerðu lítið úr henni sjálfri“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Stjórn Íslandsdeildar alþjóðasamtökanna Transparency International, samtaka gegn spillingu hafa gefið út yfirlýsingu vegna mannanna fimm sem sakaðir eru um kynferðisbrot.

„Vítalía hefur sjálf lýst því hvernig áhrif, félagsleg staða, tengsl og ítök mannanna voru órjúfanlegur hluti af ofbeldinu sem hún upplifði. Þá hefur hún birt samskipti sín við mennina eftir atvikin sem sýna hvernig mennirnir beittu stöðutengdum áhrifum sínum til að grafa undan frásögn hennar, leituðu upplýsinga um hennar einkalíf og gerðu lítið úr henni sjálfri sem og atvikunum,“ segir í yfirlýsingu samtakanna.

Mannlíf hefur fjallað um mennina fimm sem sakaðir hafa verið um kynferðisbrot gegn ungri konu, beittu stöðu sinni til þess að grafa undan frásögn meints þolanda. Þetta segir stjórn Íslandsdeildar alþjóðasamtökanna Transparency International, samtaka gegn spillingu, í yfirlýsingu um málið.

Vatnaskil í baráttunni 

Samtökin telja atburði síðustu daga vera vatnaskil í baráttu gegn kynferðisofbeldi á Íslandi, þegar valdamenn efnahagslífsins stigu til hliðar í störfum sínum. Þá lýsa þau hins vegar yfir vonbrigðum sínum þegar kemur að viðbrogðum ráðherra, einstaka fjölmiðlamanna, stjórnmálafólks og hagsmunavarða atvinnulífsins.

„…Sem sáu ástæðu til að lýsa yfir persónulegri velþóknun sinni á yfirlýsingu Loga Bergmann þar sem hann sakar Vítalíu um að fara með ósannindi í þessu alvarlega máli. Það er ekki í anda heilinda og faglegrar nálgunar á valda- og áhrifastöðu að merkja sig fyrirfram sem stuðningsaðila áhrifamikils einstaklings sem grunaður er um kynferðisbrot“ segir í yfirlýsingunni.

Völd tengslanetsins

Samtökin segja að það að áhrifafólk í samfélaginu setji „þumal eða like“ við færslur þar sem gerendur neiti sök, geti fallið undir gerendameðvirkni.

- Auglýsing -

„Stór hluti vandans er einmitt þessi völd tengslanetsins, sem slær skjaldborg utan um vissa valdamikla gerendur og verndar þá“ segir í yfirlýsingu samtakanna.

Þá ítreka þau að marg oft hafi verið rætt um vantraust brotaþola til réttarkerfisins þegar komi að kynferðisbrotum, því eigi umræða um gerandameðvirkni rétt á sér:

„Kerfið og valdafólk sem mannar það, þ.á.m. ráðherrar, getur því ekki falið sig á bakvið skort á vitneskju, eða vinskap við vini sem sakaðir eru um brot, þegar almenningur furðar sig á að þeim sem sagður er hafa beitt líkamlegu og andlegu ofbeldi sé vorkennt meira en þeim sem segist hafa mátt þola niðurlæginguna og sársaukann.“

- Auglýsing -

Uppljóstrara um spillingarbrot

Þó kynferðis- og efnahagsbrot séu ólík, þá segja samtökin ljóst að þolendur kynferðisbrota fái oft svipaða meðferð og þeir sem varpi ljósi á spillingu.

„Aðferðirnar eru þær sömu, persónulega áhættan svipuð, og andlega álagið sambærilegt. Það ætti því að segja sig sjálft að þolendur kynferðisofbeldis þurfa að fá tryggða samskonar vernd og uppljóstrar um spillingarbrot“ segir í yfirlýsingunni.

Gengur ekki að lofa umbótum

Stjórn Íslandsdeildar Transparency International kalla eftir aukinni ábyrgð og aðgerðum stjórnvalda í hag brotaþola kynferðisbrota. Eftir fjölda loforða um umbætur sé komið að því að verkin tali.

„Það gengur ekki að lofa umbótum og taka þátt í auglýsingaherferðum gegn ofbeldismenningu einn daginn en þann næsta skipa aðila í áhrifastöður sem þekktir eru í samfélaginu fyrir að tortryggja reynslusögur brotaþola“ segir í yfirlýsingunni.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -