Mánudagur 27. janúar, 2025
-2.2 C
Reykjavik

Vítalía stígur fram og lýsir áreiti frægra manna: „Fóru yfir öll mörk sem hægt er að fara yfir“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Meintur brotaþoli þjóðþekktra manna sem Mannlíf fjallaði um fyrr í dag, hefur nú komið fram með frásagnir sínar undir nafni.

Vítalía Lazareva steig fram í hlaðvarpinu Eigin konur í dag og sagði frá kynferðisbrotum og áreiti sem hún varð fyrir af hendi þjóðþekktra manna. Háværar sögur af mönnunum hafa undanfarið reikað um samfélagsmiðla.

Vítalía segist í viðtalinu hafa átt í ástarsambandi í um sextán mánuði við 48 ára gamlan, giftan mann. Þau kynntust í ræktinni og hún skráði sig í einkaþjálfun hjá honum. Vítalía er sjálf 24 ára gömul.

Í gegnum samband þeirra lýsir Vítalía ámælisverðri framkomu hans í hennar garð, sem og andlegu ofbeldi. Hún segist hafa orðið ástfangin af manninum og hann hafi sagt henni það sama. Maðurinn er þekktur í samfélaginu og Vítalía segist hafa litið upp til hans.

Áreiti í heitum potti

Eitt kvöld fyrir rúmu ári síðan segir Vítalía manninn hafa boðið sér að koma að hitta hann í sumarbústað þar sem hann var að skemmta sér með fjórum vinum sínum. Hún hafi komið þangað nokkuð seint um kvöldið og ástmaður hennar hafi fljótlega farið nakinn í heita pottinn og beðið hana um að koma með. Hún hafi beðið vini hans, sem hún þekkti nánast ekki neitt, um að biðja hann um að fara í föt; henni hafi þótt þetta óþægilegt.

Eftir að maðurinn hafði verið nokkuð lengi einn í pottinum var ákveðið að þau færu öll saman í pottinn; Vítalía, maðurinn og vinir hans fjórir. Maðurinn er yngstur af þessum vinum; hinir eru allir eldri en 48 ára.

- Auglýsing -

„Það á alveg að vera hægt að fara í pottinn, fjórir karlmenn eða fjórar konur með einum manni. Það á alveg að vera hægt án þess að það sé vesen,“ segir Vítalía í viðtalinu.

„Þetta var eiginlega orðinn nektarpottur áður en maður vissi af. Ég veit ekki alveg afhverju þetta var þannig, en svona var þetta bara. Einn einstaklingurinn er nakinn og þá eru bara hinir naktir. En þó þetta sé nektarpottur þá er það ekki afsökun fyrir því að það sé verið að fremja brot eða slíkt í pottinum. Það er alveg skýr lína, eða ætti að vera, þar á milli,“ segir Vítalía.

Í pottinum fóru mennirnir að koma við Vítalíu án hennar samþykkis. „Maður segir ekki neitt í þessum aðstæðum og einhvern veginn frýs. Svo horfi ég á þennan mann sem ég er að mæta þarna fyrir og hann segir ekki neitt.“

- Auglýsing -

Samkvæmt Vítalíu fóru mennirnirnir fljótlega „yfir öll mörk sem hægt er að fara yfir“. Hún segir þá meðal annars hafa stungið fingrum sínum upp í endaþarm hennar. Maðurinn sem hún var í sambandi með gerði ekkert til þess að stöðva þá atburði sem áttu sér stað.

Vítalía segir þessa menn alla mæta reglulega í sömu líkamsræktarstöð og hún. Hún hafi átt afar erfitt með að mæta þangað eftir að brotin áttu sér stað og daglegt líf hafi oft verið henni þungbært.

„Hefði ég ekki kynnst þessum manni þá hefði ég ekki kynnst vinum hans og upplifað það sem ég upplifði.“

 

Bauð vini sínum aðgang að líkama hennar

Hitt atvikið sem hún lýsir átti sér stað í september síðastliðnum. Þá var ástmaðurinn staddur í golfferð með hópi af vinum sínum. Hann hafði fengið Vítalíu til að lauma sér óséð inn á hótelið sem hópurinn gisti á svo þau gætu verið saman á herbergi hans. Þessu mátti enginn vita af og mikið haft fyrir því að fela hana. Hún segir að vinum hans hafi verið farið að þykja grunsamlegt hversu miklum tíma maðurinn varði inni á hótelherbergi og að lokum hafi einn vinurinn fengið herbergislykil afhentan í afgreiðslunni og gengið inn á þau.

Í kjölfarið hafi ástmaður hennar farið að hugsa upp leiðir til að kaupa þögn vinarins. Sá er þjóðþekktur og fastagestur á sjónvarpsskjám landsmanna.

Að endingu bauð ástmaðurinn vini sínum að koma inn á herbergi þeirra. Það næsta sem Vítalía segir hafa gerst er að hún hafi verið seld vininum, í skiptum fyrir þögn hans. Vininum hafi verið boðið að snerta hana og að þau væru öll ber saman.

„Hann dregur spil úr einhverju kynlífsleikjaspili, sem er einhver svona mönun; eitthvað sem maður á að gera. Þá á ég bara að fara að sjúga á manninum typpið og hann að fara niður á mig. Og þetta er gert til þess að hann fái að halda þögn; svo þessi vinur hans fari ekki og segi konunni hvað er í gangi. Ég horfi í augun á honum og segi: Ég vil ekki meira, viltu hætta þessu. Hann sagði bara: Vítalía, þetta er allt í lagi, ég er með þér.

Ég get ekki meira og ég er að fara að gráta og hann segir bara: Þetta er allt í lagi, því ég er með þér.“

Hún segir vininn hafa tekið fullan þátt og að honum hafi þótt þetta skemmtilegt. Hún segir þann mann vera í sjónvarpi landsmanna á nánast hverjum einasta degi. „Hann er það.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -