Vítalíu Lazareva, 24 ára kona, hefur vakið mikla athygli eftir viðtal við Eddu Falak þar sem hún steig fram og lýsti kynferðisbrotum og áreiti sem hún hefði orðið fyrir af hendi þjóðþekktra manna. Vítalía segist í viðtalinu hafa átt í ástarsambandi í um sextán mánuði við 48 ára gamlan, giftan mann. Þessir menn hafa síðan þá, allir verið nafngreindir.
Vítalía hefur deilt á samfélagsmiðlum skilaboðum frá öðrum sem segjast eiga svipaða reynslu á þessum mönnum. „Öll hjörtu og allar sálir sem hafa skaddast og brotnað, þetta er fyrir okkur öll“ sagði Vítalía á Twitter reikningi sínum. Í gær skrifaði hún: „Ég velti oft fyrir mér hvort heimurinn gæti orðið örlítið betri ef það væri ólöglegt að vera fáviti..eflaust., en ég meina hvað veit ég svo sem“
Vítalía hefur bæði fengið jákvæð og neikvæð viðbrögð við ásökunum sínum, þó flestir sem hafa eitthvað um málið að segja standi með henni.