Fimmtudagur 9. janúar, 2025
-6.2 C
Reykjavik

Vitnisburðir lækna og sakbornings stangast á: „Hann var aldrei að fara að standa upp“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Mér finnst að ökutækið hefði þurft að vera á meiri hraða,“ sagði lögreglumaður sem bar vitni fyrir dómi í gær í réttarhöldum yfir Dumitru Calin.

Dumitru er gert að sök að hafa ekki komið Daníel Eiríkssyni til hjálpar er hann var í nauð, og að hafa með gáleysi verið valdur að dauða hans. Daníel fannst mikið slasaður á bílaplani fyrir utan heimili sitt að Vindakór í Kópavogi, þann 2. apríl árið 2021, eftir samskipti við Dumitru. Hann komst aldrei til meðvitundar og lést af áverkum sínum.

Lögreglumaðurinn sagði að honum þætti að bifreið Dumitru hefði þurft að vera á meiri hraða þannig að Daníel færi með jafn miklum krafti í malbikið og hann virðist hafa gert, miðað við áverka hans.

„Að brjóta höfuðið á malbiki, það hlýtur að þurfa hraða og kraft. Því meiri hraða sem ökutækið fer á, þeim mun harkalegra verður fallið.“

Sakborningurinn hefur haldið því fram að bifreiðin hafi aðeins verið á 15 til 20 kílómetra hraða. Hann hafi ekið af stað til þess að komast undan Daníel, sem hafi haldið með báðum höndum í rúðu bílsins bílstjóramegin.

Daníel Eiríksson

„Hann var aldrei að fara að standa upp“

Við skoðun á Daníel, þegar hann var fluttur á slysadeild, síðar þegar hann gekkst undir aðgerð á höfði og eftir að hann var látinn, sáust margvíslegir áverkar. Hann var með mikla og greinilega höfuðáverka og rispur víða um líkamann sem voru greinilega nýlegar.

- Auglýsing -

Sérfræðingur í bráða- og slysalækningum, sem annaðist Daníel á bráðamóttöku, bar vitni fyrir dómi í gær. Saksóknari spurði hvort honum þætti líklegt að maður með þessa áverka hefði getað staðið upp.

„Hann var aldrei að fara að standa upp,“ var svarið.

Verjandi sakbornings spurði þá hvort hægt væri að útiloka það. „Ég er bara að lýsa því hvernig þetta blasir við mér þegar hann kemur á bráðamóttöku,“ svaraði vitnið þá.

- Auglýsing -

Skurðlæknir á sama máli

Sérfræðingur í heila- og taugaskurðlækningum, sem gerði aðgerð á höfði Daníels, talaði með svipuðum hætti í vitnaleiðslum. Hann sagði höfuðáverkana hafa verið alvarlega og dreifða. Daníel hafi verið með brotna höfuðkúpu, blóð hafi verið beggja vegna í heilahvelum og heilinn mjög bólginn. Hann segir þrýstinginn í heila hafa verið svo mikinn að súrefni hafi ekki getað komist til heilans í nægum mæli.

Hann sagði að ástand sjúklings yrði yfirleitt mjög fljótt alvarlegt í kjölfar svona áverka; oftast á fyrstu sekúndum eða mínútum.

Sækjandi spurði þá hvort líklegt væri að Daníel hefði getað staðið upp eftir að hafa hlotið áverkana. Hann sagðist ekki telja að svo gæti verið. „Miðað við útlit áverkanna finnst mér það nánast útilokað.“

Verjandi sakbornings spurði í kjölfarið hvort sérfræðingurinn gæti útilokað það með óyggjandi hætti. „Nánast. En ekki hundrað prósent. En þetta er mín skoðun með mína þekkingu.“

Dumitru Calin hélt því fram í sínum vitnisburði að Daníel hafi haldið með báðum höndum í rúðu bifreiðarinnar en fallið fljótlega í jörðina þegar hann hafi keyrt af stað, á 15 til 20 kílómetra hraða. Hann hafi þá stöðvað bifreiðina og séð Daníel í speglinum. Dumitru hélt því stöðugt fram að hann hefði séð Daníel vera að standa á fætur og að Daníel hefði gert sig líklegan til þess að hlaupa af stað á eftir honum. Þess vegna hafi Dumitru keyrt á brott. Hann sagðist ekki hafa haft hugmynd um að Daníel væri slasaður.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -