Maður var handtekinn í Hagkaup í Skeifunni í gærkvöld. Vopnaðir sérsveitarmenn sáust á vettvangi.
Samkvæmt frétt Vísis handtók lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mann í Hagkaup í Skeifunni í gærkvöldi. Samkvæmt vitnum var mikill fjöldi ungra pilta í versluninni en ekki er vitað hvort þeir tengjast málinu. Vopnaðir sérsveitarmenn voru kallaðir til vegna tilkynningar um mann í Hagkaup, sem sagður var vopnaður hnífi, að sögn Helenar Rósar Sturludóttur, samskiptastjóra Ríkislögreglustjóra, sem Vísir ræddi við. Þó hafi aðgerðirnar verið á forræði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.