Í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var ýmislegt að frétta en alls voru 81 mál komu til kasta hennar.
Tilkynnt var um vopnað rán í verslun í Breiðholti, ræninginn tæmdi peningaskáp sem hafði að geyma uppgjör gærdagsins og málið er í rannsókn.
Þá var tilkynnt um innbrot, þjófnað og skemmdarverk á bifreið í hverfi 101 en ekki liggur fyrir hvaða þorpari var þar á ferðinni. Keyrt var á barn á reiðhjóli í Grafarvogi en um minni háttar meiðsli var að ræða í þetta skipti.
Þá voru þrír ökumenn stoppaðir og við nánari skoðun kom í ljós að þeir höfðu verið sviptir ökuréttindum.