Ísraelsher hélt áfram drápum sínum á Palestínumönnum í morgunsárið, eftir stutt vopnahlé. Á þetta minnir Kristinn Hrafnsson í nýrri færslu á Facebook.
„Eftir örstutt hlé… Ísraelsher hefur framhaldið slátruninni á Gaza,“ skrifar Kristinn Hrafnsson ristjóri í upphafi færslu sinnar. Hefur hann verið ötull í að minna á þann hrylling sem er í gangi á Gaza og á Vesturbakkanum í Palestínu. Skýtur ritstjóinn fast á leiðtoga heims sem nú ræða loftslagsmál í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. „Á meðan eru öll fínimenni heimsins að fljúga í einkaþotum til nágrannaríkis til að ræða loftslagsmál en láta sér í léttu rúmi liggja þetta meinta þjóðarmorð (hópmorð) í grennd.“