Fimmtudagur 6. mars, 2025
1.8 C
Reykjavik

Vopnalagabrotadómar yfir Sindra Snæ og Ísidór mildaðir – Sýknaðir af hryðjuverkaákæru

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Dómur fyrir vopnalagabrot sem Sindri Snær Birgisson og Ísidór Nathansson fengu í héraðsdómi var í dag mildaður í Landsrétti.

Sindri og Ísidór höfðu verið dæmdir í Héraðsdómi Reykjavíkur í mars á síðasta ári í fangelsi fyrir brot á vopnalögum og var Sindri dæmdur í 2 ára fangelsi og Ísidór í 18 mánaða fangelsi. Báðir dómar þeirra sem snéru að því broti voru mildaðir og eru dómarnir nú 18 mánuðir og 15 mánuðir.

Þeir voru einnig sýknaðir af ákæru fyrir hryðjuverk en héraðsdómur vísaði þeirri ákæru frá þegar fyrst var réttað yfir þeim.

Forsendur dómsins liggja ekki fyrir en hann hefur ekki ennþá verið birtur.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -