Laugardagur 4. janúar, 2025
-2.2 C
Reykjavik

Vopnuð lögregla á hlaðborði veitingarstaðar á Höfða – Sársvangir með skotvopn

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hlyni Jóni Michelsen brá í brún þegar hann var staddur á Matstöðinni í gær. Hann birtir mynd á fésbókarsíðu sinni. Þar má glögglega sjá tvo einkennisklædda lögreglumenn sem standa með diska á hlaðborði veitingastaðarins. Þegar rýnt er í myndina má að lögreglumennirnir bera skotvopn á klæðum sínum. Hlynur Jón skrifar við myndina:

„What???

Hvað fór fram hjá mér?
Hvenær var vopnaburður lögreglunnar heimilaður?“

 

Í athugasemdum við færsluna skiptist fólk á skoðunum og benda sumir á að hugsanlega gæti verið um sérsveitarmenn að ræða, en ekki er venja að sjá lögreglumenn vopnaða skotvopnum á Íslandi.

Reglur gilda um vopnaburð lögreglumanna og í 31. grein í reglum um valdbeitinu lögreglumanna og meðferð og notkun valdbeitingartækja og vopna segir:

- Auglýsing -

31. gr. Vopnaburður.
Við lögregluaðgerðir skulu lögreglumenn, sem vopnaðir eru skotvopnum, alla jafna
vera einkennisklæddir og bera vopn sýnileg utanklæða, nema verkefnið sé þess eðlis að annað sé nauðsynlegt við úrlausn þess.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -