Hlyni Jóni Michelsen brá í brún þegar hann var staddur á Matstöðinni í gær. Hann birtir mynd á fésbókarsíðu sinni. Þar má glögglega sjá tvo einkennisklædda lögreglumenn sem standa með diska á hlaðborði veitingastaðarins. Þegar rýnt er í myndina má að lögreglumennirnir bera skotvopn á klæðum sínum. Hlynur Jón skrifar við myndina:
„What???
Í athugasemdum við færsluna skiptist fólk á skoðunum og benda sumir á að hugsanlega gæti verið um sérsveitarmenn að ræða, en ekki er venja að sjá lögreglumenn vopnaða skotvopnum á Íslandi.
Reglur gilda um vopnaburð lögreglumanna og í 31. grein í reglum um valdbeitinu lögreglumanna og meðferð og notkun valdbeitingartækja og vopna segir:
31. gr. Vopnaburður.
Við lögregluaðgerðir skulu lögreglumenn, sem vopnaðir eru skotvopnum, alla jafna
vera einkennisklæddir og bera vopn sýnileg utanklæða, nema verkefnið sé þess eðlis að annað sé nauðsynlegt við úrlausn þess.