Fimmtudagur 12. desember, 2024
4.8 C
Reykjavik

VR fordæmir Virðingu: „Slík félög grafa undan réttindum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Stéttarfélagið VR segir framkomu SVEIT í málefnum er snúa að stéttarfélaginu Virðingu vera fyrir neðan allar hellur en stærstu stéttarfélög landsins saka Virðingu um að vera gervistéttarfélag sem er ætlað að draga úr réttindum launafólks. Þá er SVEIT sakað um að standa fyrir stofnun stéttarfélagsins.

„Stjórn VR fordæmir atlögu atvinnurekenda innan SVEIT, samtökum fyrirtækja á veitingamarkaði, að réttindum og kjörum launafólks á Íslandi. SVEIT hefur stofnað gult stéttarfélag sem gengur undir heitinu Virðing og útbúið „kjarasamning“ sem felur í sér beinar kjaraskerðingar fyrir starfsfólk í veitinga- og gistihúsageiranum. Virðing uppfyllir ekki grundvallarkröfur sem gerðar eru til stéttarfélaga, heldur er um að ræða félag sem er stofnað af atvinnurekendum sem síðan semja við sjálfa sig, fremur en að semja við starfsfólk. Þar með flokkast Virðing sem gult stéttarfélag en slík félög grafa undan réttindum og hagsmunum launafólks og ganga í raun erinda atvinnurekenda“, segir í tilkynningu frá félaginu en SVEIT hefur hafnað öllum ásökunum sem stéttarfélögin hafa sett fram varðandi Virðingu.

Svívirðileg atlaga að réttindum

„Stjórn VR tekur heilshugar undir gagnrýni Eflingar og SGS á SVEIT og hvatningu um að sniðganga félagið. Virðing beinir spjótum sínum að fólki í viðkvæmri stöðu, erlendu launafólki, ungu fólki og þeim sem þekkja síður réttindi sín á vinnumarkaði. Stjórn VR vill sérstaklega hvetja félagsfólk að hafa samband við VR ef atvinnurekandi fer þess á leit að viðkomandi gangi í Virðingu og/eða vinni eftir svokölluðum „kjarasamningi“ Virðingar. Kjarasamningur Virðingar er í öllum atriðum mun lakari en kjarasamningar VR og felur í sér skerðingu á kjörum starfsfólks í ferðaþjónustu. Launataxtar eru lægri, dagvinnutímabil er lengra og nær inn á laugardag, uppsagnarfrestur er mun lakari sem og veikindaréttur og önnur réttindi eru skert verulega, svo fátt eitt sé nefnt. Kjarasamningur Virðingar gengur að auki gegn lögum um vinnumarkaðinn.

Framkoma Virðingar og SVEIT er að mati stjórnar VR svívirðileg atlaga að réttindum launafólks og markar afturför í kjarabaráttu. Stjórn VR hvetur launafólk sem og atvinnurekendur til að hafna þessari atlögu. Samstaða á vinnumarkaði er mikilvæg þegar kemur að því að standa vörð um grundvallarréttindi launafólks og á það að vera sameiginlegt verkefni aðila vinnumarkaðarins að tryggja þau.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -