Fimmtudagur 2. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

W.O.M.E.N. gagnrýnir Fjölskylduhjálpina: „Tími raunverulegra breytinga er fyrir löngu kominn“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Stjórn W.O.M.E.N. á Íslandi gagnrýnir Fjölskylduhjálp Íslands harðlega í fréttatilkynningu vegna viðtals sem formaður samtakanna, Ásgerður Jóna Flosadóttir fór í á dögunum, þar sem hún sagðist vera með sérstaka úthlutunardag fyrir Íslendinga vegna hótana og yfirgang útlendinga. Stjórnin skorar á Reykjavíkurborg að draga Fjölskylduhjálpina til ábyrgðar.

W.O.M.E.N. á Íslandi, sem eru samtök kvenna af erlendum uppruna, sendi frá sér fréttatilkynningu í morgun þar sem orð Ásgerðar Jónu Flosadóttur, formanns Fjölskylduhjálpar Íslands, sem hún lét frá sér í útvarpsviðtali á dögunum, eru gagnrýnd harðlega og ali á útlendingahatri hér á landi.

Í upphafi tilkynningarinnar minna samtökin á að þetta sé ekki í fyrsta skipti sem Fjölskylduhjálpin fær á sig gagnrýni fyrir svipaða orðræðu.

„Fjölskylduhjálp Íslands hefur aftur hlotið gagnrýni fyrir að mismuna Íslendingum sem hér eru fæddir og þeim sem eru af erlendum uppruna, vegna nýlegra ráðstafanna formanns samtakanna, Ásgerðar Jónu Flosadóttur sem ákvað að skipuleggja sérstaka daga til að dreifa aðstoð eingöngu til innfæddra Íslendinga. Ákvörðunin er sögð stafa af ótta við hótanir og yfirgangs fólks af erlendum uppruna sem eru viðtakendur aðstoðar hjálparsamtakanna, en sá ótti kom berlega í ljós í nýlegu atviki þar sem tveir einstaklingar voru sagðir hafa hótað sjálfboðaliðum. Fjölskylduhjálp hefur verið gagnrýnd á svipaðan hátt síðan 2010, þar sem W.O.M.E.N. gagnrýndi tvisvar áður hér og hér, ásamt öðrum og vitnaði í þær siðferðilegu og lagalegu skyldur sem við höfum á Íslandi að koma jafnt fram við alla.“

Samtökin leggja áherslu á að stuðningur frá samtökum á borð við Fjölskylduhjálp Íslands, sé mikilvægur og þess vegna sé afar mikilvægt að tryggja öryggi og aðgengi slíkra samtaka. „Hins vegar, þó að bregðast eigi við slíkum áhyggjum, þá er fyrirhuguð lausn, að aðgreina aðstoð á grundvelli þjóðernis, aðeins til þess fallin að auka á vandamálin frekar en að leysa þau eins og þau eru sögð eiga að gera.“

Segir stjórn samtakanna ennfremur að þarna sé verið að skipta fólki í tvo aðskilda hópa, þar sem innfæddir Íslendingar séu „óógnandi“ hópurinn og Íslendingar af erlendum uppruna sá hópur sem sé ógnandi. „Þessi nálgun styrkir á áhrifaríkan hátt og viðheldur skaðlegum staðalímyndum óháð því hverju þeir í Fjölskylduhjálpinni trúa eða trúa ekki.  Þessi nálgun viðurkennir í eðli sínu þá röngu frásögn að allir af erlendum uppruna valdi vandræðum, einnig dýpkar hún hina félagslegu gjá milli innfæddra og hinna og eykur á kvíða og andúð þeirra á milli. Þetta hefur í för með sér  hættur, ekki aðeins fyrir starfsemi Fjölskylduhjálpar, heldur fyrir samfélagið í heild sinni á  tímum þar sem við erum að verða vitni að alþjóðlegum uppgangi útlendingahaturs og aukinnar þjóðernishyggju.  Í stað þess að ýta okkur lengra í sundur verða einu gagnlegu viðbrögðin til að draga úr hópspennu að afhjúpa undirliggjandi vandamál sem hindra raunverulega þáttttöku og gagnkvæman skilning.

- Auglýsing -

Því næst hvetur stjórn W.O.M.E.N. Fjölskylduhjálp, í þriðja sinn, að taka gagnrýninni á stefnu sinni og „reyna að þróa árangursríkari og heildstæðari lausnir til langs tíma“. „Ef markmiðið er sannarlega að tryggja öryggi og aðgengi fyrir alla ætti ekki að vera tregða til að eiga opinskáar samræður um málefni sem tengjast kynþætti, þjóðarbroti og þjóðerni, svo framarlega sem áherslan er áfram á tiltekna hegðun frekar en á sjálfsmyndina sjálfa. Sem félagssamtök sem leggja áherslu á að styðja íbúa af fjölbreyttum uppruna, bregðumst við skyldum okkar ef við látum ótta við óþægilegar samræður hindra framfarir í átt að uppbyggilegum og sanngjörnum lausnum.“

Og áfram skorar stjórnin á Fjölskylduhjálpina: „Við skorum því á Fjölskylduhjálpina að taka þátt í erfiðum samtölum, hlusta á þá sem hafa eitthvað til málanna að leggja, leita eftir stuðningi hjá öðrum samtökum sem hafa reynslu af starfi með fólki af erlendum uppruna og grípa þessa gagnrýni sem tækifæri til að gera betur fyrir allt samfélagið sem hún þjónar.“

Þá skorar W.O.M.E.N. enn og aftur á Reykjavíkur borg að „draga Fjölskylduhjálpina til ábyrgðar og grípa til gagnsærra aðgerða til að rannsaka og bregðast við í samræmi við þær aðgerðir sem reynast vera í beinni andstöðu við mannréttindastefnu Reykjavíkur.“

- Auglýsing -

Að lokum segist stjórn W.O.M.E.N. taka málið fyrir með „varkárri von“ um að allar yfirlýsingar og skuldbindingar sem komið hafa fram hafi verið „gefnar af einlægni“. „Hins vegar, eins og við höfum áður sagt, er ekki lengur hægt að líta á margra ára endurtekin mál sem brugðist hefur verið við með ófullnægjandi hætti, sem misskilningi. Tími raunverulegra breytinga og ábyrgðar er fyrir löngu kominn.“

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -