Í gær sagði Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra, í fréttum að skoða þyrfti styttingu biðlista hjá Heyrnar- og talmeinastöðinni með því að leita samninga við einkafyrirtæki.
Fram kemur í frétt Samtöðvarinnar að um tvö þúsund manns bíði nú eftir þjónustu hjá Heyrnar- og talmeinastöðinni en biðin getur varað í allt að tvö ár.
Samstöðin spurði fólk á gangi við Mjóddina um þessa hugmynd heilbrigðisráðherra.
Þær Halldóra Steina B. Garðarsdóttir og Helga Stígsdóttir sögðu frá slæmri reynslu Helgu af Heyrnar- og talmeinastöðinni. „Hún þurfti að fara á aðra læknastöð. Hún var hjá Heyrnar og talmeinastöðinni en hún þurfti að bíða í heilt ár! Þannig að við þurftum að skipta yfir í aðra stöð og kaupa ný heyrnartæki. Það var ekki einu sinni komið að endurnýjun.“ Fréttamaður Samstöðvarinnar spurði þá hvort þetta hefði verið dýrt. „Já rándýrt, hún þurfti að borga rúmar 500.000 krónur sjálf.“
Hér má sjá myndband Samstöðvarinnar þar má sjá að sitt sýndist hverjum um þetta mál: