Gústaf Björnsson varð fyrir þjófnaði fyrr í sumar en atvikið náðist á upptöku. Sýnir upptakan mann með Wolt poka stela gaskúti úr garði Gústafs.
Gústaf hafði samband við fyrirtækið en hann segir viðbrögð þess hafa valdið sér miklum vonbrigðum. Wolt hafi borið fyrir sig að þarna væri um verktaka að ræða og ekkert sem þeir gætu gert í málinu. Fyrirtækið hafi bent Gústafi á að hafa sambandi við lögregluna en Gústaf hefur ekki gert það hingað til en reiknar að því að gera það.
Christian Kambaug, upplýsingafulltrúi Wolt á Ísland, hafnar því alfarið að málið sé ábyrgð Wolt. Þarna hafi verið um að ræða mann sem var með sendli þeirra í bíl en ekki verktaka á þeirra vegum. „Við munum að sjálfsögðu láta aðilann vita að þetta sé ekki ásættanlegt. Ef við fáum frekari kvartanir af þessu tagi gætum við þurft að loka á reikninginn. Okkur þykir leitt að þetta hafi gerst,“ sagði Christan við Vísi um málið. Bent hefur verið á að þó að sendillinn hafi ekki verið sá sem stal gaskútnum þá sé hann þátttakandi í þjófnaðinum.
Þá ber að nefna að Wolt hefur verið harðlega gagnrýnt af stéttarfélögum og ASÍ fyrir koma illa fram við verktaka á sínum snærum og var fyrirtækið undir rannsókn lögreglu í byrjun sumars.