Yazan Tamimi hefur verið fluttur aftur á Landspítalann en í nótt var hann fluttur á Keflavíkurflugvöll þar sem átti að senda hann af landi brott.

Hinn ellefu ára gamli Yazan Tamimi frá Palestínu, sem lögreglan sótti á Barnaspítala Hringsins í nótt og flutti á Keflavíkurflugvöll ásamt foreldrum hans, í þeim tilgangi að senda úr landi, hefur nú verið fluttur aftur á spítalann. Yazan er með taugahrörnunarsjúkdóminn Duchenne en brottvísun hans en fyrirhugaðri brottvísun hefur verið harðlega mótmælt og á það bent að brottvísunin brjóti í bága við Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Þá segir í læknisvottorði sem foreldrar Yazan hafa frá íslenskum lækni að jafnvel flugferð geti orðið Yazan að bana.
Albert Björn Lúðvígsson lögmaður Yazan sagði í samtali við RÚV að verið sé að flytja Yazan í lögreglufylgd aftur í Rjóðrið á Barnaspítalanum en ekki liggi fyrir hvort brottvísun hans verði framhaldið seinna í dag.

Ljósmynd: Aðsend