Mánudagur 23. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Yazan og fjölskylda fær að vera á Íslandi: „Þetta var tilfinningarík stund“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fyrr í dag fékk hinn ellefu ára Yazan Tamimi frá Palestínu og fjölskylda hans samþykkta viðbótarvernd hjá Útlendingastofnun.

Vísir hefur eftir lögmanni fjölskyldunnar og hún hafi verið boðuð í viðtal í dag og tilkynnt góðu fréttirnar. Segir hann að bæði kærunefnd útlendingamál og Útlendingastofnun hafi unnið hratt að umsókninni.

Það var í júní á síðasta ári sem Mohsen og Feryal Aburajab Tamimi flúðu til Íslands ásamt syni þeirra, Yazan, sem er með Duchenne vöðvarýrnunarsjúkdóminn. Fjölskyldan flúði frá Hebron á Vesturbakkanum í Palestínu vegna versnandi ástands í landinu sem og aðkasts yfirvalda. Auk þess var skortur á þjónustu á svæðinu fyrir Yazan.

Brottvísun frestað á síðustu stundu

Í síðasta mánuði stóð til að vísa fjölskyldunni úr landi en Yazan var sóttur í Rjóðrið þar sem hann lá í hvíldarinnlögn, seint að kvöldi og var farið með fjölskylduna á Keflavíkurflugvöll. Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmála- og vinnumálaráðherra bað dómsmálaráðherra um að fresta brottvísuninni, sem gekkst við þeirri beiðni. Í kjölfarið tilkynnti embætti ríkislögreglustjóra að fjölskyldan yrði ekki vísað frá aftur þar sem of stutt var í að hún ætti rétt á að láta taka umsókn sína til efnislegrar meðferðar en það var 21. september.

„Þetta gekk allt mjög hratt fyrir sig. Þegar þessi tímafrestur var liðinn þá opnaði kærunefnd málið um leið. Útlendingastofnun, þeim til hróss, boðaði þau í viðtal í morgun,“ segir Albert Björn Lúðvígsson lögmaður fjölskyldunnar í samtali við Vísi og bætti við: „Þetta gerðist mjög hratt. Miklu hraðar en gengur og gerist.“

- Auglýsing -

Segir hann að í öllum sambærilegum málum hafi Palestínumönnum verið veitt vernd á grundvelli sjónarmiða um viðbótarvernd, sem vísi til almenns ástands í Palestínu.

„Þetta er sú vernd sem 97 til 98 prósent Palestínufólks á Íslandi hefur fengið.“

Fjölskyldan í spennufalli

- Auglýsing -

Albert segir fjölskylduna afar glaða en að hún sé einnig í miklu spennufalli.

„Þau voru hrærð og þetta var tilfinningarík stund. Fyrsta viðkvæði Mohsen, föður Yazan, var að biðja mig um að hjálpa sér að semja bréf til þeirra sem hafa hjálpað þeim á Íslandi.“

Segir hann fjölskylduna hafa farið heim eftir fundinn þar sem þau ætluðu að fagna fréttunum.

„Þau eru núna örugg á Íslandi. Þau fá tveggja ára dvalarleyfi á Íslandi sem þau geta endurnýjað og standa að flestu leyti jafnfætis öðrum á Íslandi hvað varðar aðgengi að heilbrigðisþjónustu og annarri þjónustu.“

Fram úr björtustu vonum

Segir Albert að hraði málsins hafi farið fram úr hans björtustu vonum.

„Þetta fór fram úr mínum björtustu vonum. Ég hafði vonast til þess að þetta myndi ekki taka margar vikur. Ég hafði ýtt pínulítið á kærunefnd að klára þetta sem fyrst, sem kærunefnd varð við. Ég náði svo ekki einu sinni að óska eftir því að Útlendingastofnun boðaði þau í viðtal sem fyrst því stofnunin gerði það að eigin ákvörðun. Þannig þetta gekk mjög hratt fyrir sig.“

Albert segir Útlendingastofnun hafa náð að vinna sig í gegnum umsóknarhalann að undanförnu, auk þess sem umsóknunum hafi fækkað á þessu ári.

„Þetta er að sumu leyti það sem er eðlilegt. Fyrir nokkrum árum var boðað hraðar í viðtöl.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -