„Dagur 1780 – Var ég ómissandi?
Segist hún finnast sem hún hafi misst af einhverju, eftir að hún hætti hjá Hitaveitu Reykjavíkur.
Bætir Anna því við að auk alls þessa hóti ríkisstjórnin því nú að hækka skatta á hana:
„Ofan á allt saman hótar ríkisstjórnin mér því að hækka skattana á mig af því að ég hefi það svo gott í sólinni á Tenerife. Þeir reyndu það í fyrra, en stjórnarandstöðunni tókst að fresta því um ár og nú er bara að bíða og vona að ríkisstjórn Bjarna Ben fari fjandans til áður en þessi nýju lög ná gildi sínu. Ekki mun ég gráta brotthvarf hennar úr því að hún vill refsa mér fyrir að njóta sólar og sumars á suðlægum slóðum á mínum fátæklega lífeyri.