Maður sem greiðir fyrir 6 mánaða kort að Ylströndinni í Nauthólsvík kvartar yfir því að gestir sem ekki greiða fyrir notkun á aðstöðunni fari rakleiðis ofan í heita pottinn án þess að þvo sér fyrst og fyrir vikið sé hann fullur af ilmvatnslykt og skítafýluhnúðum sem ekki tíma að borga.
Hann lýsir þessu sem óréttlæti og spyr sig að því hvort ekki sé þá heiðarlegra að hafa aðgang að svæðinu ókeypis en að hann sé að greiða fyrir aðra en sjálfan sig.
Greitt er fyrir aðgang að aðstöðu Ylstrandarinnar sem samanstendur af heitum potti, vaðlaug, eimbaði, upphituðu sjávarlóni, baðaðstöðu auk veitingasölu en í reglum sem birtar eru á síðu hennar kemur fram að gestum beri að þvo sér án sundfata áður en farið sé í heitu pottana.
Starfsmaður Ylstrandarinnar sagði í samtali við Mannlíf að öllum gestum svæðisins væri skylt að greiða aðgangseyri en þar sem svæðið væri opið gæti reynst erfitt fyrir starfsfólkið að fylgjast með því hverjir hefðu greitt og hverjir ekki, sérstaklega þegar miklar annir væru.