Miðvikudagur 15. janúar, 2025
7.8 C
Reykjavik

YouTube-stjarna ritskoðuð vegna myndbands um Assange: „Allt í einu var skellt aldurstakmarki á það“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Kristinn Hrafnsson bendir á ritskoðun YouTube á myndefni tengdu Julian Assange.

Ritstjóri Wikileaks, Kristinn Hrafnsson skrifaði færslu á Facebook nýverið þar sem hann segir frá ritskoðun á efni YouTube-stjörnu um mál Julian Assange, fyrrum ritstjóra Wikileaks. Er færslan framhald á öðrum færslum Kristins um þöggun fjölmiðla og ritskoðunar Facebook undanfarið á greinum Seymour Hersh um Nord Stream hryðjuverkið og meinta spillingu Úkraínumanna.

„Ein leið ritskoðunar er að hefta útbreiðslu efnis á veitum risa á netinu. Youtube stjarna var að fá mikið áhorf á aðgengilegt upplýsingamyndband um málefni Assange þegar allt í einu var skellt aldurstakmarki á það, án skýringa og aðgengið takmarkað. Áhorfið féll úr nokkur hundruð þúsund á liðnum dögum í næstum núll,“ skrifaði Kristinn og birti eftirfarandi skjáskot.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -