Sunnudagur 22. desember, 2024
-4.2 C
Reykjavik

Zelensky til Aðalsteins: „Þú mátt segja mér frá því og ég skal svo ræða það við forsætisráðherrann“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Volodymyr Zelensky Úkraínuforseti segist ekki vera búinn að ræða við Bjarna Benediktsson um áframhaldandi viðskipti Íslands við Rússlands í gegnum Belarús. Úflutningsbann til Rússlands er í gildi hér á landi vegna stríðsins í Úkraínu.

Vandræðaleg uppákoma varð á sameiginilegum blaðamannafundi tengdum þingi Norðurlandaráðs í morgun þegar Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður á Heimildinni spurði gáttaðan Zelensky spurningar sem kom sér illa fyrir Bjarna Benediktsson. „Zelensky forseti, ertu búinn að ræða við forsætisráðherra Íslands um áframhaldandi útflutning Íslands til Rússlands í gegnum milliliði í Belarús?“

Þögn sló á salinn og Bjarni Benediktsson sást horfa stjarfur fram í salinn. Zelensky svaraði, að því er virðist nokkuð gáttaður: „Hef ekki rætt það ennþá en við munum halda áfram samtali okkar.“

Aðalsteinn spurði forsetann þá hvort hann hefði vitað af þessu. „Nei, ekki smáatriðin,“ svaraði Zelensky og bætti við: „Þú mátt segja mér frá því og ég skal svo ræða það við forsætisráðherrann.“ Vakti svarið nokkra kátínu í salnum.

Aðalsteinn sagði þá að vörur séu sendar til Belarús þar sem þær eru endurpakkaðar og síðan seldar til Rússlands. Zelensky svaraði engu en Aðalsteinn bætti þá við: „Þannig að þú kannski ræðir þetta við forsætisráðherrann?“ Zelensky svaraði þá: „Ég geri það, ég geri það. Þakka þér kærlega fyrir“.

Bjarni Benediktsson sleit blaðamannafundinum eftir þessi orðaskipti Aðalsteins og Zelensky.

- Auglýsing -

Hér má sjá myndband af samskiptunum:

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -