Lögreglan brá skjótt við þegar tilkynning barst um innbrotsþjóf að störfum. Það fylgdi sögunni að hann væri með eggvopn.Þjófurinn var handtekinn áður en hann komst inn í húsnæðið. Við leit á honum fannst leikfangasverð úr plasti í bakpoka.
Ökumaður bifreiðar var fluttur á Bráðamóttöku til skoðunar eftir árekstur tveggja bifreiða. Ekki er vitað um meiðsli hans. Báðar bifreiðar fjarlægðar með dráttarbifreið. Fleiri umferðaróhöpp urðu í gærkvöld og nótt. Reiðhjólamaður hafnaði á bifreið og er eitthvað slasaður eftir óhappið. Ekki er vitað um alvarleika.
Tilkynnt um slys þar sem einstaklingur féll í jörðina. Hinn slasaði var fluttur á Bráðamóttöku með sjúkrabifreið.
Líkamsárás var gerð í heimahúsi. Gerandi var handtekinn á vettvangi og vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins.
Æstur einstaklingur fór mikinn í verslun ogh olli skemmdum. Hann var búinn að valda tjónin á vörum þegar lögreglan kom. Einstaklingurinn hélt sína leið eftir skýrslutöku.
Tveir búðarþjófar brugðust illa við þegar starfsmaður hafði afskipti af þeim við iðju sína. Þeir réðust á starfsmanninn og veittu honum minniháttar áverka. Lögreglan mætti á svæðið og stöðvaði ofbeldið.