Fimmtudagur 24. október, 2024
2.6 C
Reykjavik

iPhone 12: Röð út úr dyrum á fyrsta söludegi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Það var bara brjálað að gera, röð út úr dyrum,“ segir Guðni Rafn Eiríksson, framkvæmdastjóri Epli. iPhone 12 fór í sölu á föstudaginn og viðbrögð landans létu ekki á sér standa þrátt fyrir heimsfaraldur, efnahagssamdrátt og samgöngubann. „iPhone 12 pro er svo gott sem búinn en það þarf enginn að örvænta. Það er ný pöntun á leiðinni.“

Neytendavakt man.is fór yfir helstu uppfærslur tólfunnar og bar saman verð 5 söluaðila hér á landi. Lesa má samantektina hér. Kemur í ljós að verðið er nánast það sama hjá þeim öllum, símarnir eru reyndar 5 kr. dýrari hjá Elko og þá bjóða Vodafone og Nova upp á smá kaupauka.

„Málið er að álagningin er svo lítil á Apple vörum svo það er lítið svigrúm til lækkana,“ segir Guðni.

Guðni segir gríðarlegan áhuga á iPhone 12. Enda sé ekki um venjulegt símtæki að ræða. Uppfærslan er sú mesta í áratug og því margir spenntir að prófa. „Þetta er ótrúlega öflug græja og mesta byltingin er fólgin í stuðningi við 5G, með þessari uppfærslu stígum við inn í 4. iðnbyltinguna.“

Samkvæmt upplýsingum á Póst- og fjarskiptastofnun hefur 5G hafið innreið sína á Íslandi. 5G er næsta kynslóð farneta og forsenda fyrir því að ótal nettengdir hlutir og kerfi geti sent gögn sín á milli á leifturhraða. Í stuttu máli er 5G tæknin forsenda aukinnar sjálfvirknivæðingar, innan skamms mun fólk því geta stýrt ótrúlegustu hlutum í gegnum símana. „Ég hef ekki einu sinni hugmyndaflug í hversu miklu þetta á eftir að breyta þegar fram líða stundir,“ segir Guðni að lokum.

 

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -