Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar er komin í sóttkví ásamt eiginmanni sínum og dóttur. Greinir hún frá sóttkvínni á Facebook og segir alla hressa.
Ástæðan fyrir sóttkvínni er sú að þau fengu vin í heimsókn á laugardagskvöld, sem reyndist síðan smitaður. „Ég er búin að koma upp nýrri bæjarstjóraskrifstofu í Búhamrinum og mun að sjálfsögðu halda áfram að vinna eins og ekkert hafi í skorist og sinni mínum skyldum. Allir fundir í fjarfundarformi eins og undanfarnar vikur,“ segir Íris og þrábiður sér gestakomur.
„Þetta er veruleikinn sem við búum við í dag!“