Þriðjudagur 24. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Írsk hljómsveit tók upp epískt myndband á Íslandi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Írska hljómsveitin ABQ hefur gefið út tónlistarmyndband við lagið Edge of the Earth sem er leikstýrt af Smára Gunnarssyni hjá Freestyler Films.

Smári er búsettur í Bretlandi og hefur mest megnis verið að vinna þar. Þegar ABQ höfðu samband og sendu honum lagið þá kom ekki annað til greina en að fara til Íslands og taka upp myndbandið þar. „Lagið er svona indí popp anthem og það er ákveðin epík í því. Textinn kallaði á einveru í magnaðri náttúru og því var Ísland hinn fullkomni tökustaður.”

Tökurnar fóru fram á Suðurlandi og Snæfellsnesi á þriggja daga tímabili fyrr í vetur. „Við hefðum ekki getað verið heppnari með veður á klakanum. Aðal áskorunin var að taka upp á þekktum ferðamannastöðum og láta líta út fyrir að söguhetjan okkar væri ein í heiminum.”

Myndbandið hefst við flugvélabrakið á Sólheimasandi og við fylgjum söguhetjunni í leit sinni að tilgangi á mannlausri jörð. „Við byrjuðum tökur við sólarupprás á hverjum degi og það var ótrúlegt hvað það voru margir ferðamenn komnir á stjá. Flestir voru samt spenntir að fylgjast með því sem við vorum að gera og þetta gekk eins og í sögu.”

Smári er menntaður leikari en hefur verið að fást við leikstjórn og skrif undanfarin ár, aðallega fyrir auglýsingar og stuttmyndir. „Edge of the Earth er fyrsta tónlistarmyndbandið mitt og ég hafði virkilega gaman af ferlinu. Þetta er skemmtilegt form og ég stefni klárlega á að gera fleiri í framtíðinni.”

Hægt er að fylgjast með frekari verkefnum Smára á freestylerfilms.co.uk

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -