Dóttir Bjarkar Guðmundsdóttur, Ísadóra Bjarkardóttir Barney, hefur nú sent frá sér sitt fyrsta sólólag sem heitið Bergmál.
Ísadóra er dóttir Bjarkar Guðmundsdóttir og bandaríska listamannsins Matthew Barney.
Segir í frétt NME (New Musicial Express) að lagið sé eigi frumraun Ísadóru á tónlistarsviðinu; hún er einnig meðhöfundur lags sem finna má nýjustu plötu móður sinnar, Fossora.
Lagið Bergmál má finna á safnplötunni Drullumall 4 sem leit dagsins ljós á dögunum; hér er um að ræða safnplötu með lögum 14 tónlistarmanna úr mörgum áttum.
Þrátt fyrir ungan aldur – Ísadóra er tvítug – hefur hún nú þegar tekið að sér stór verkefni innan kvikmynda-og tónlistargeirans.
Má nefna að á síðasta ári lék hún ásamt móður sinni í stórmyndinni The Northman og þá sat Ísidóra fyrir í stórri auglýsingaherferð á vegum tískurisans Miu Miu.
Ljóst er að Ísadóra hefur mikla hæfileika og megum við eiga von á flottum hlutum frá þessari efnilegu tónlistarkonu og fyrirsætu. Glæsileg í alla staði.