Miðvikudagur 5. febrúar, 2025
2.8 C
Reykjavik

Ísak sá yngsti til að skora í A-landsleik karla: „Gaman að slá met Bjarna frænda“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ísak Bergmann skráði sig í metabækurnar í kvöld þegar hann skoraði eina mark Íslands í jafntefli gegn Armeníu á Laugardalsvelli.

Þar með setti Ísak Bergmann nýtt met, en hann er nú orðinn yngsti leikmaður A-landsliðsins í fótbolta, en hann er einungis átján ára gamall.

Gamla metið átti Bjarni Guðjónsson, náfrændi Ísaks, en faðir Ísaks, Jóhannes Karl Guðjónsson er einmitt bróðir Bjarna.

Ísak sagði í viðtali við RÚV eftir leikinn að hann væri vissulega ánægður með markið og metið, en væri svekktur með jafnteflið og gula spjaldið sem hann fékk í lokin, en það kostar hann leikbann í næsta leik.

„Bjarni frændi átti metið og ég hugsaði alveg að það væri nú gaman að slá það í þessum leik. Það tókst og gaman að því,“ sagði Ísak sem er á góðri leið með að verða einn albesti knattspyrnumaður okkar Íslendinga; sannkölluð vonarstjarna okkar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -