Föstudagur 27. desember, 2024
-2.2 C
Reykjavik

Ísidór og Sindri verða ákærðir fyrir meint hryðjuverk

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Það er viðbúið að þeim verði kynnt ákæra,“ segir Karl Ingi Vilbergsson, saksóknari hjá embætti héraðssaksóknara. Í dag ætlar hann að fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir mönnunum tveimur sem hafa verið í haldi frá því um miðjan september í tengslum við rannsókn á hryðjuverkamálinu svokallaða.

Þeir verða ákærðir fyrir 100. grein hegningarlaga þar sem fjallað er um hryðjuverk og eða undirbúning þeirra. RÚV greindi frá.

Sjá einnig: Faðir Sigríðar selur byssur á netinu – Allsendis óvíst hvort hann tengist hryðjuverkamálinu

Mennirnir tveir sem eru í haldi lögreglu grunaðir um að hafa ætlað að fremja hryðjuverk á Íslandi heita Ísidór Nathansson 24 ára og Sindri Snær Birgisson 25 ára. Þá má sjá á myndinni hér fyrir ofan en Ísidór er til vinstri og Sindri til hægri. Ísidór, í það minnsta, var eldheitur Sjálfstæðismaður. Mennirnir voru handteknir í umfangsmiklum aðgerðum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, sérsveitar ríkislögreglustjóra og embætti héraðssaksóknara.

Sveinn Andri Sveinsson hæstaréttarlögmaður segir að allir þeir sem þekkja umbjóðanda sinn, Sindra Snæ, viti að hann gæti ekki gert flugu mein. Lögmaðurinn segir talið milli tvímenninganna vissulega hafa verið smekklaust en engin alvara hafi verið þar að baki.

„Það var nú ekki meiri leynd yfir þessu ráðabruggi öllu saman en að þeir voru að fimbulfamba þetta á opinni spjallrás. Töluðu saman á Signal. Þetta er kokteill af ósmekklegu gríni og fabúlasjónum. Ekkert á bak við þetta,“ segir Sveinn Andri í samtali við DV:

- Auglýsing -

„Það var engin alvara á bak við þetta smekklausa spjall þeirra. Allir sem þekkja minn umbjóðanda vita að hann gæti ekki gert flugu mein. Ég hef auðvitað ekki umboð til að tala fyrir hinn. En minn umbjóðandi er algert meinleysisgrey með ofsalegan áhuga á byssum. Hann hefur vissulega gerst sekur um brot á vopnalögum með því að prenta byssur. Þetta varð hobbý hjá honum í covid. Minn maður verður dæmdur fyrir vopnalagabrot. Punktur. Þetta mál er hvorki fugl né fiskur.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -