Búið er að draga í umspil fyrir heimsmeistaramót kvenna í handbolta 2025 – er fram fer í Þýskalandi og Hollandi.
Ísland var næstsíðasta landið er kom upp úr pottinum; dróst Ísland gegn Ísrael og leikið verður heima og að heiman; fyrri leikurinn fer fram 9. eða 10. apríl; seinni leikurinn verður spilaður fjórum dögum síðar.
Ekki þykir líklegt að heimaleikur Ísraela verði leikinn í Ísrael – en liðið lék leiki sína á heimavöllum andstæðinga sinna í undankeppni EM.
Ísland hefur áður mætt Ísrael; tvívegis í undankeppni HM, í nóvember árið 2022. Í báðum leikjunum unnust stórir sigrar, 34-26 og 33-24.