Samkvæmt niðurstöðum úr rannsókn Eurostat, tölfræðistofnun Evrópu, er verðlag á Íslandi næsthæst á eftir Sviss. Þá sé verðlag um fimmtíu prósentum hærra en meðalverð Evrópulanda. Fatnaður og skór kostuðu mest á Íslandi á síðasta ári en árið 2020 var fatnaður dýrastur í Danmörku. Því er ljóst að töluverð hækkun hefur orðið hér á landi eða um tíu prósent á einu ári. Matur hefur hækkað um7 prósent á milli ára en vörur og þjónusta, sem tengjast menntun og heilsu, er lengst frá meðalverðlagi. Þá er slík þjónusta og vörur meira en hundrað prósent dýrari á Íslandi en Fréttablaðið greindi frá niðurstöðunum fyrst.
Mannlíf fjallaði um netverslanir og kaup Íslendinga fyrr á árinu. Ekki lá fyrir hvort hátt verðlag ýtti undir verslun á netinu en í mars á síðasta ári höfðu rétt tæp 50 prósent Íslendinga verslað á netinu. Þá sýndu niðurstöður úr könnun Prósent að sífellt eldra fólk væri að tileinka sér tæknina og versla á netinu.