Sunnudagur 26. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Ísland mætir Ofurörnunum í dag

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Landslið Íslands mætir Nígeríu í viðureign á HM Í Rússlandi í dag. Nígería á eitt allra sigursælasta lið Afríku og því full ástæða til að vanmeta það ekki.

Landslið Nígeríu í fótbolta er kallað Ofurernirnir.

Nígería er risastórt land. Þjóðarbrotin eru óteljandi og tungumálin sem töluð eru innan Nígeru skipta hundruðum. En eitt á öll þjóðin sameiginlegt og það er ástin á landsliðinu sínu. Saga þess er glæsileg en með sanni má segja að Nígería sé eitt allra sigursælasta lið Afríku. Við ætlum okkur auðvitað að binda enda á þessa sigurgöngu en víst er að við megum síst við að vanmeta þessa miklu knattspyrnuþjóð.

Takk, pabbi!
Það er allt í lagi að Nígeríumenn skori, svo lengi sem við skorum fleiri en þeir. En ef þeir skora syngja stuðningsmennirnir „Ósje Baba“, sem þýðir „Takk fyrir, faðir“ á yourobísku, sem er eitt af mest töluðu tungumálunum í Nígeríu. Við skulum bara vona að þeir hafi lítið að þakka fyrir í leiknum.

Vesturafrískur taktur
Stuðningsmenn Nígeríu þykja með þeim hressari en skrautlegir búningar, fagurgrænar hárkollur og  sólgleraugu í yfirstærð eru algeng sjón meðal þeirra.
Yfirleitt fylgir þeim hljómsveit sem spilar svokallaða Highlife-tónlist. Sú tónlistarstefna á rætur sínar að rekja til Gana og er blanda af klassískum vesturafrískum takti og vestrænni popptónlist.
Til að koma sér í stuð fyrir leikinn má finna fullt af Highlife-tónlist á YouTube, svona áður en við syngjum endurtekið Ég er kominn heim fullum hálsi.

Strákarnir okkar á móti Ofurörnunum
Áður en Nígería lýsti yfir sjálfstæði og tók sér sinn græna og hvíta fána spilaði landslið þeirra í rauðum búningum. Þeir voru þá kallaðir Rauðu djöflarnir. Í kjölfar sjálfstæðis urðu búningarnir grænir og síðan var viðurnefninu breytt í Grænu ernirnir. Í kjölfar mjög svo umdeilds ósigurs þeirra í úrslitum Afríkubikarsins árið 1988 var nafninu breytt í Ofurernina.
Kvennalandslið þeirra kallar sig Ofurfálkana og eru unglingalandslið beggja kynja kölluð ýmist Fljúgandi ernirnir eða Gylltu arnarungarnir.

Þrefaldir Afríkumeistarar
Þrisvar hafa Nígeríumenn hrósað sigri í Afríkukeppninni. Keppnin er haldin annað hvert ár og sigraði Nígería fyrst árið 1980 á heimavelli, svo árið 1994 í Túnis, og að lokum árið 2013 í Suður-Afríku.
Liðið komst hins vegar ekki á lokamótið tvö síðustu skipti, árið 2015 og 2017.

Dottnir úr stuði?
Nígería hefur einungis unnið einn leik af síðustu sjö og gert eitt jafntefli. Margir segja að gullöld þeirra sé liðin og ljóst er að í liðinu er enginn leikmaður sem kallast getur stórstjarna.
Það eru góðar fréttir fyrir okkur, en þrátt fyrir það er ljóst að leikurinn verður gríðarlega erfiður.

- Auglýsing -

Erkifjendur og nágrannar
Nígeríumenn hafa marga hildina háð við landslið Kamerún og mikil samkeppni hefur myndast milli þessara granna. Hápunktinum var náð í úrslitaleik Afríkukeppninnar árið 2000 en dómarinn dæmdi svo í vítaspyrnukeppni að loknum venjulegum leiktíma og framlengingu að vítaspyrna Viktors Ikpeba hefði ekki farið yfir línuna og því töpuðu þeir leiknum.

En erkifjendur Nígeríu á knattspyrnuvellinum eru samt sem áður Ganabúar sem einmitt gerðu jafntefli 2-2 við íslenska landsliðið í loka undirbúningsleik okkar fyrir HM.

2010 komst nígeríska landsliðið ekki upp úr riðlinum á HM. Forseti landsins, Goodluck Jonathan, fyrirskipaði að í refsingaskyni skyldi liðið sæta tveggja ára keppnisbanni.

Frumraunin á HM ‘94
Nígería komst í fyrsta sinn á lokamót HM árið 1994. Liðið var firnasterkt og mikill og góður liðsandi þótti einkenna spilamennsku þess. Þeir sigruðu riðilinn sinn og voru svo tveimur mínútum frá því að sigra Ítalíu í 16 liða úrslitum. Roberto Baggio nokkur marði drauma þeirra með marki á lokamínútunni svo Nígería sat eftir en Ítalía hélt áfram keppni þar til þeir töpuðu fyrir Brasilíu í frægri vítaspyrnukeppni í útslitaleiknum.
Þar réð spyrna téðs Roberto Baggio úrslitum í leiðinlegasta úrslitaleik síðari tíma en hann skaut himinhátt yfir af punktinum.

- Auglýsing -

Pólitísk afskipti
Ofurernirnir komust aftur á HM 1998, 2002, 2010 og 2014. Þeir hafa lengst komist í 16 liða úrslit.
2010 komust þeir hins vegar ekki upp úr riðlinum og hlutu einungis eitt stig. Forseti landsins, Goodluck Jonathan, fyrirskipaði svo að í refsingaskyni skyldi liðið sæta tveggja ára keppnisbanni. Stórundarleg ákvörðun í alla staði og FIFA hótaði öllu illu enda lítt hrifið af pólitískum afskiptum.
Í kjölfarið fór af stað mikill farsi þar sem þingið aflétti banni forsetans, en FIFA fannst það ekki nóg og setti liðið í ótímabundið bann um haustið. Bannið entist í heila fjóra daga en var þá aflétt.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -