Samkvæmt nýjum tölum Eurostat er launakostnaður á Íslandi þriðji hæsti í Evrópu. Kostnaðurinn er að meðaltali 6.153 krónur á tímann, fjallaði Fréttablaðið um málið í morgun.
Noregur er í fyrsta sæti með 51,1 evru eða tæplega 7.300 krónur íslenskar og kemur Danmörk þar á eftir. Búlgaría er með lægstan launakostnað á ESB- og EES- svæðinu en þar er launakostnaðurinn rétt tæpar þúsund krónur á tímann, eða 7 evrur.
Ísland sveiflast frá 2. til 4. sætis í flestum greinum atvinnulífsins en þegar kemur að kennurum, starfsfólki fjármála- og tryggingafyrirtækja og orkuveitufyrirtækja er Ísland í 7. til 8. sæti og því töluvert lægra á listanum en í öðrum greinum.