Sunnudagur 27. október, 2024
-1.8 C
Reykjavik

Ísland skoraði lægst – Barnabætur í Svíþjóð sex sinnum hærri en hér á landi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Áður stóð Ísland betur að vígi í samanburði á útgjöldum til velferðarþjónustu, en þar hefur hallað á eftir að útgjöld til heilbrigðisþjónustu hafa dregist umtalsvert saman á síðasta einum og hálfum áratugnum,“ segir í ritinu, Kjarnafréttir Eflingar, sem gefið var út í dag. Þar er sýnt fram á mikinn mismun á útgjöldum hér á landi samanborið við aðrar Norðurlandaþjóðir þegar kemur að velferðarmálum.

Áberandi munur er á barnabótum en í Svíþjóð eru bæturnar tæplega sex sinnum hærri ef miðað er við prósentu af meðallaunum. Í ritinu var Ísland borið saman við önnur OECD ríki. Þar voru skoðuð hin ýmsu útgjöld í flokkunum opinber útgjöld til velferðamála, heildarútgjöld velferðarmála, opinber útgjöld í tekjutilfærslur, tekjutilfærslur til vinnandi fólks, barnabætur fyrir hjón með tvö börn, heildarútgjöld hins opinbera til lífeyrisgreiðslna og heildarútgjöld til heilbrigðismála.

Ísland skoraði lægst af öllum Norðurlandaþjóðum nema í einu tilfelli. Þá segir ábyrgðarmaður ritsins, Stefán Ólafsson, sérfræðingur í vinnumarkaðs-og lífskjararannsóknum hjá Eflingu, ljóst að íslenskt velferðarríki sé tæplega „norrænt velferðarríki“.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -