Miðvikudagur 15. janúar, 2025
6.6 C
Reykjavik

Ísland tekur á móti 85 flóttamönnum á næsta ári

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ríkisstjórn Íslands samþykkti síðasta föstudag tillögu flóttamannanefndar þess efnis að tekið yrði á móti 85 einstaklingum í samstarfi við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna á næsta ári.

Um er að ræða fjölmennustu móttöku flóttafólks frá því að íslensk stjórnvöld hófu að taka á móti flóttafólki í samstarfi við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna. Er það í samræmi við stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar sem kveður á um að Íslandi taki á móti fleira flóttafólki. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins.

Í samræmi við tillögur Flóttamannastofnunar SÞ var ákveðið að tekið yrði á móti einstaklingum frá þremur svæðum. Þ.e. sýrlensku flóttafólki sem er í Líbanon, flóttafólki frá Kenía og afgönsku flóttafólki sem er í Íran.

Í tilkynningunni segir að íslensk stjórnvöld hafa eflt móttöku flóttafólks markvisst frá árinu 2015 en frá þeim tíma hafa þau tekið á móti 247 einstaklingum. Frá árinu 2015 hafa fimmtán sveitarfélög tekið á móti hópum og þar af voru sjö sveitarfélög að taka á móti kvótaflóttafólki í fyrsta sinn. Meiri hlutinn kom frá Sýrlandi en einnig frá Írak, Úganda, Kongó, Simbabve, Rúanda, Súdan og Kamerún.

Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) skilgreinir nú 19,9 milljónir einstaklinga sem flóttafólk og áætlar stofnunin að af þeim séu 1,44 milljónir í brýnni þörf fyrir að komast í öruggt skjól sem kvótaflóttafólk. Eingöngu 4% af þeim einstaklingum komust í öruggt skjól á síðasta ári.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -