Fimmtudagur 12. desember, 2024
4.8 C
Reykjavik

Íslandsbanki og Kvika hefja aftur viðræður um sameiningu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Stjórnendur Íslandsbanka og Kviku hafa undanfarna daga átt í viðræðum um að taka formlega upp samrunaviðræður á nýjan leik. Jón Guðni Ómarsson, bankastjóri Íslandsbanka, Marinó Tryggvason, bankastjóri Kviku banka, og Sigurður Viðarsson, aðstoðarbankastjóri Kviku, hafa átt í góðum samskiptum og rætt þau mál sem fyrri sameiningaviðræður strönduðu á. Þetta herma áreiðanlegar heimildir Mannlífs.

Jafnvel þó stjórnir bankanna hafi ekki komið saman og formlega staðfest og tilkynnt til Kauphallar um nýjar viðræður benda heimildir Mannlífs til þess að þær séu í raun hafnar. Fyrri viðræður eru sagðar hafa strandað á verðmati Kviku í viðskiptunum og mun Íslandsbanki hafi metið stöðu sína sterka á þeim tíma, sérstaklega í ljósi þess að bankastjóri Kviku var sá sem leitaði til ríkisbankans um viðræður.

Á meðan stóru viðskiptabankarnir skila methagnaði hefur Kvika áþreifanlega fundið fyrir minni umsvifum í efnahagslífinu. Eftir afsagnir, uppsagnir, og kosningu nýrrar stjórnar Íslandsbanka, er orðspor bankans hinsvegar verulega laskað. Áfram er mikill stuðningur meðal hluthafa bankanna um sameiningu og herma heimildir Mannlífs að ekki muni líða á löngu þar til nýjar viðræður verði formlega tilkynntar til kauphallar, jafnvel á allra næstu
dögum. Það hafi einfaldlega þurft að „kæla“ málið eins og einn viðmælenda Mannlífs komst að orði og endurnýja umboð stjórnar Íslandsbanka. Ekki er þó víst að allir gleðjist yfir endurvakningu viðræðna. Ljóst er að niðurskurðarhnífurinn verður á lofti fáist samrunninn samþykktur og hundruð bankastarfsmanna munu missa störf sín. Ólíklegt er þó að samruninn fái einhverja flýtimeðferð hjá Samkeppniseftirlitinu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -