Mánudagur 18. nóvember, 2024
-5.1 C
Reykjavik

Íslendingar hafa gott aðgengi að apótekum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Aðgengi að apótekum er óvíða meira en á Íslandi. Þannig eru apótek og útibú mun fleiri á hvern íbúa hér á landi en annars staðar á Norðurlöndum.

Munurinn kann að vera strjálbýli landsins en einnig sá að mun strangari reglur gilda um sölu lausasölulyfja á Íslandi en annars staðar. Þannig eru lausasölulyf seld í almennum verslunum í Danmörku, Noregi og Svíþjóð en hér má einungis selja níkótín- og flúorlyf í íslenskum verslunum.

Nær alls staðar á höfuðborgarsvæðinu búa íbúar í innan við fimm mínútna akstursfjarlægð frá næsta apóteki. Undantekningarnar eru Álftanes, innsta byggð í Skerjafirði, lítið svæði milli Grafarvogs og Mosfellsbæjar og ysti hluti Norðlingaholts. Það sama á við á Suðurnesjum. Íbúar á þessum svæðum njóta þess einnig að opnunartími er lengri og úrvalið meira. Í smáum þéttbýliskjörnum eru oftast útibú frá stærri lyfjaverslunum þar sem opnunartími er skemmri og lyfjaúrval minna.

Frá því rekstur lyfjaverslana var gefinn frjáls árið 1996 hefur apótekum fjölgað allnokkuð þótt fjölgunin hafi að miklum hluta verið bundin við höfuðborgarsvæðið. Á árunum 1996 til 2002 opnuðu 22 nýjar lyfjabúðir á sama tíma og þrjár hættu rekstri, þar af fjölgaði verslunum um 16 á höfuðborgarsvæðinu. Apótekum á Vestfjörðum hefur hins vegar fækkað frá árinu 2002. Íbúar Vestfjarða eru reyndar svolítið sér á báti í þessum efnum því ekki bara þurfa þeir að leggja á sig lengsta ferðalagið til að komast í apótek því opnunartími þar er alla jafna skemmri en víðast hvar annars staðar, eða að tæplega fimm klukkustundir á virkum degi að jafnaði.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -