Fimmtudagur 21. nóvember, 2024
-9 C
Reykjavik

Íslendingar í París í áfalli vegna Notre Dame: „Þetta er hryllingur!“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Notre Dame kirkjan í París stendur í ljósum logum. Íslendingur, sem eru búsettir í borginni, eru í áfalli.

„Þetta er hryllingur. Ég veit ekki hvort það er fólk í turnunum, ég var bara að sjá þetta núna,“ segir Kristín Jónsdóttir en eitt helsta kennileiti Parísarborgar, hin gotneska kirkja Notre Dame sem var reist á árunum 1163 til 1345 stendur nú í ljósum logum. Eldtungur stíga upp úr byggingunni og berst mikill reykur frá henni. Slökkvilið í París berst nú af öllu afli við eldinn, en ekki er ljóst um upptök hann þótt helst sé talið að þau tengist framkvæmdum á svæðinu.

„Saga Frakklands brennur. Fólk grætur.“

Kristín hefur verið búsett í París í þrjátíu ár og er þar með skipulagðar ferðir um borgina m.a. fyrir Íslendinga. Hefur Notre Dame verið einn af vinsælli viðkomustöðunum í þessum ferðum. „Latínuhverfistúrinn, sá fyrsti sem ég bjó til, hefst þarna við kirkjuna. Íslenskir kórar hafa sungið þarna. Og ég átti einmitt stefnumót þarna fyrir framan kirkjuna á fimmtudag,“ segir Kristín, sem var mikið niðri fyrir þegar Mannlíf setti sig í samband við hana.

Vera Pálsdóttir ljósmyndari sem er sömuleiðis búsett í París segir að fólk sé harmi slegið. „Kirkjan í Saint German brann fyrir ekki löngu. Nú brennur saga Frakklands. Fólk grætur.“

Notre Dame  er ein frægasta kirkja heims og milljónir manna heimsækja hana árlega. Myndum og myndböndum sem sýna hana logandi hefur verið deilt á samfélagsmiðlum. Götum í nágrenni kirkjunnar hefur verið lokað vegna slökkvistarfsins. Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur frestað ávarpi þar sem hann ætlaði að tilkynna um breytingar á stefnu sinni vegna brunans.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -